Unnur Elísabet
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri, sviðshöfundur, danshöfundur og performer. Hún er listrænn stjórnandi yfir örverkahátíðinni ÉG BÝÐ MIG FRAM. Unnur hefur komið víða við bæði í leikhúsi og sjónvarpi og mætti segja að hún væri mikil fjöllistakona þar sem hún leikur, dansar, syngur, skrifar og stjórnar ýmsum listrænum verkefnum. Unnur leikstýrði Eurovision og fylgdi Systrum til Ítalíu árið 2022 og var listrænn hönnuður fyrir Idol-keppnina á Stöð tvö 2023. Unnur leikstýrði sýningunni “Them” með Spindrift theatre sem ferðast nú um heiminn og hefur fengið frábæra dóma og núna nýlega var sýningin samþykkt inn á Edingborgar Fringe Festival. Unnur hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir sín störf. Þar má nefna Grímutilnefningar sem Sproti ársins, bestu sviðshreyfingarnar og besti danshöfundurinn. Einnig fékk sýningin hennar Ég býð mig fram aðal verðlaunin á Reykjavík Fringe festival sem besta sýningin.
“Ég hef svifið í háloftunum, ég hef gefið út tvö lög, ég hef leikstýrt stórum sýningum/verkefnum, ég hef dansað á allskonar sviðum út um allan heim, ég hef málað Trump með túrtöppum, ég hef tattúerað bakið á Almari Atlasyni fyrir framan áhorfendur, ég hef samið fjölda verka, ég er að skrifa nokkur handrit as we speak, ég tala sænsku, ég er með leikaramenntun frá Institute of arts Barcelona, ég er með dansaramenntun frá Konunglega sænska ballettskólanum, ég hef sýnt sirkúsverk, ég hef leikstýrt söngleikjum, ég hef unnið með listamönnum úr öllum áttum, ég hef leikstýrt mörgum tónlistarvideoum, ég hef dansað á tómum keflavíkurflugvelli og á tómri flugbraut í Covid, ég hef fengið súrefnisskort á sviði og þá urðu puttar, tær og varir dökkbláar, ég var valin næstbesti dansari Svíþjóðar 18 ára gömul, ég elska fátt heitar en að gleyma mér í góðri tónlist, ég byrjaði að vinna í leikhúsi 10 ára gömul, ég hef dansað sóló fyrir konungshjónin í Svíþjóð til heiðurs Keith Jarrets og ég hef borðað mikið af einstaklega góðu súkkulaði.”
Næst á dagskrá
Release
Two Women.Two Toilet-Stalls.
One (slightly off) Conversation.
A satirical comedy mixed with a splattering of physical theatre.
Accepting the pretty and the shitty, two women end up spilling their innards in more ways than one. Holding nothing back. They strip themselves of the old to make way for the new (just like using a toilet).
Where else is one their most vulnerable then while going to the bathroom?
RELEASE is written and performed by Sally Cowdin and Unnur Elísabet Gunnarsdóttir.
A satirical conversation between two women in two adjacent toilet stalls (with "musical tendencies") performed by Two on Top Theatre Company. Rosemary Branch Theatre, 2-3 Aug.