Unnur Elísabet

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri, danshöfundur, sviðshöfundur og performer.
Unnur Elísabet hefur unnið í fjölda verkefna með Íslenska Dansflokknum, Leikfélagi Reykjavíkur, RÚV og sjálfstætt. Meðal verka eru: Ég býð mig fram (sería 1-4), This Conversation is Missing a Point, Vivid, Mamma Mia, Billy Elliot, Walking mad, Ótta, Mínus 16, Screensaver, Mary Poppins. Meðal nýjustu verkefna leikstýrði Unnur Elísabet sýningunni Them með Spindrift Theatre og framlagi Íslands til Eurovision keppninnar 2022 með Systrum. Auk þess að leikstýra fimm atriðum í undankeppni sönvakeppninnar.
Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og unnið til annarra alþjóðlegra verðlauna, m.a. Reykjavik Fringe Festival og Gautaborgar Fringe Festival.
Nýjasta verkið hennar Nýr heimur er frumsýnt í Tjarnabíó 11.nóv. Aðeins 5 sýningar!